Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 24. apríl 2018 14:00 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði 9 mörk fyrir KA síðasta sumar. Vísir/Stefán Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir KA 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar sem er þremur sætum ofar en liðið endaði í fyrra. Mikill stöðugleiki einkennir KA-menn þessi misserin en þjálfarinn er að fara inn í sitt fjórða tímabil og leikmannahópurinn hefur lítið breyst eftir stórkaup fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur ákveðið einkenni og gæti farið með himinskautum í sumar ef allt gengur upp. Seinni hálfleikurinn var helsti óvinur KA-manna á síðasta ári en liðið hefði orðið Íslandsmeistari ef alltaf hefði verið flautað til leiksloka eftir 45 mínútur. Liðið náði alltof sjaldan að halda út í góðri stöðu og missti niður sigra í töpuð sit alltof oft. En, liðið er reynslunni ríkara núna með betri vörn og betri markvörð þannig það horfir til betri vega í seinni hálfleik. Þjálfari KA er Srjdan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa. Þessi afar geðþekki Serbi hefur verið rúman áratug í KA eftir að hann kom þangað fyrst sem leikmaður árið 2006. Hann tók við þjálfun meistaraflokksins á miðju sumri 2015 og hefur gert stórgóða hluti síðan þá. Túfa brennur fyrir KA sem bæði leikmenn og stuðningsmenn kunna svo sannarlega að meta og svo er hann líka afar fær þjálfari og klókur í leikmannakaupum.Svona munum við eftir KAKA-menn komu af miklum krafti inn í deildina á síðustu leiktíð, bæði inn á vellinum og uppi í stúku. Gulir og glaðir stuðningsmenn þeirra vöktu mikla athygli með framkvæmdastjórann fremstan í flokki klæddan eins og sólskinsdreng. Þessi öfluga byrjun skilaði liðinu sjö stigum af fyrstu níu mögulegum, þar á meðal 3-1 sigri gegn Breiðabliki í fyrstu umferðinni. KA-menn héldu ekki alveg dampi út leiktíðina en voru öruggir og rúmlega það með áframhaldandi sæti í efstu deild. Liðið og leikmenngrafvík/gvendurNorðanmenn hafa á að skipa mjög sterku byrjunarliði með hágæða leikmenn í mörgum stöðum hvort sem um ræðir í vörn, miðju eða á sókn. Bæði eru miklir naglar í liðinu sem og öflugir fótboltamenn sem geta búið til eitthvað úr litlu en það er oft uppskrift að árangri.Þrír sem KA treystir á:Cristian Martínez: KA gaf stuðningsmönnum sínum jólagjöf rétt fyrir hátíð ljóss og friðar þegar að spænski markvörðurinn flaug norður frá Ólafsvík. Martínez var einn besti markvörður deildarinnar í fyrra og KA þurfti að finna nýjan markvörð eftir að Srjdan Rajkovic lagði hanskana á hilluna. Martínez er frábær á milli stanganna en kannski ekki sá besti í teignum. Hann er því heppinn að vera með frábæra miðverði sem ættu að vernda hann.Hallgrímur Jónasson: Það sýnir bersýnilega metnað KA-manna að fá þennan frábæra leikmann og fyrrverandi landsliðsmann norður. Hallgrímur er að koma heim á besta aldri og var að byrja hvern einasta leik hjá dönsku úrvalsdeildarliði þegar að hann var heill þannig hann er ekki að koma heim á einhverjum niðurtúr. Hallgrímur er afskaplega öflugur leikmaður; rólegur og yfirvegaður og leiðtogi í hópnum.Hallgrímur Mar Steingrímsson: KA er með einn besta og skemmtilegsta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Húsvíkingurinn er töframaður með boltann en hann getur fíflað hvern sem er á litlu svæði og er bæði öflugur sendingarmaður sem og skotmaður. Aukaspyrnur hans eru einnig afskaplega góðar. Markaðurinn grafík/gvendurKA-menn voru ekki að hrúga inn mörgum mönnum en þeir styrktu nákvæmlega það sem að þurfti að styrkja með því að fá sér markvörð og Hallgrím sem ætti ef allt er eðlilegt að vera besti miðvörður deildarinnar. Túfa fann sér svo vinstri bakvörð til að auka breiddina í varnarleiknum. Norðanmenn munu ekki sakna Almarrs Ormarssonar eins mikið vegna þess að þeir fá inn Archange Nkumu sem var meiddur eiginlega alla síðustu leiktíð en þeir munu sakna Emils Lyng sem jók breiddina til muna í sóknarleiknum og skilaði slatta af mörkum. Bjarni Mark Antonsson er spennandi leikmaður sem gefur Túfa meiri breidd inn á miðjunni.Markaðseinkunn: BHvað segir sérfræðingurinn?„Það var hreint frábært að fylgjast með KA-síðasta sumar og stemningunni í kringum liðið,“ segir Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um KA-menn. „KA-liðið var gott í fyrra og vel mannað en nú reynir á hvernig menn koma inn í annað tímabil og reyna að fylgja góðum árangri eftir. Menn þurfa að taka næsta skref en KA-liðið er vissulega búið að styrkja sig með Hallgrími sem er frábær fyrir liðið.“ „Spurningamerkið verður svolítið hvort Hallgrímur Mar nái að fylgja eftir góðu síðasta tímabili og hvort KA nær að fylla í skarð Emils Lyng. Ef að KA-menn ná upp sömu stemningu og sama kjarna í stuðningi fyrir utan völlinn verður þetta fínt tímabil hjá þeim,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um KA er … að liðið hefur sitt einkenni og nokkuð fastmótaðan leikstíl undir stjórn þjálfara síns sem þekkir gildi liðsins og félagsins inn og út. Túfa hefur byggt á öflugum Inkasso-sumarglugga fyrir tveimur árum og reynt að hrófla ekki of mikið við liðinu heldur bæta minna við en hafa leikmennina þeim mun betri. Miðvarðaparið gæti verið það besta í deildinni og Martínez er betri markvörður en Rajkovic. Þegar að allir eru heilir er KA með eitt besta lið deildarinnar á pappír.Spurningamerkin eru … hvað gerist þegar að menn lenda í banni og meiðslum. Auðvitað er breiddin spurning fyrir flest lið deildarinnar en einna helst hjá KA. Gæðamunurinn á fyrstu 11-13 leikmönnunum niður í þá næstu er mikill og á þeim getur það ráðist hvort þeir gulu taki þátt í Evrópubaráttu eða verða í miðjumoði. Svo er stóra spurningin hvort KA-menn séu hreinlega tilbúnir í alvöru toppbaráttu eða Evrópubaráttu eða hvort þeir séu sjálfir bara að undirbúa sig undir að sigla lygnan sjó.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Okkur vantaði alvöru miðvörð með Guðmanni og frábæran markvörð og það var nákvæmlega það sem að stjórnin gaf okkur. Þetta gæti einfaldlega ekki verið betra. Á meðan önnur lið eru annað hvort að hrúga inn leikmönnum erum við að fá þá réttu og enga smá leikmenn. Liðið var nógu gott til að fara í Evrópubaráttu á síðustu leiktíð en við vorum bara klaufar. Hallgrímur Jónasson er besti leikmaður deildarinnar og hefur verið að sýna það í vetur. Hann og Guðmann er varnarmúr sem ekki er hægt að brjóta niður. Að hafa svo áhyggjur af Hallgrími Mar og einhverju annars tímabils heilkenni hjá honum er líka algjör óþarfi. Hann er búinn að pakka saman deildinni með Víkingi og svo með okkur. Hann verður bara betri. Allt annað en Evrópubarátta eru vonbrigði.Siggi: Þú munt sjá ansi snemma á tímabilinu hversu mikið við munum sakna Emils Lyng, Binni. Okkur sárvantar annan sóknarmann hvort sem um ræðir kantmann eða framherja, einhvern sem að getur leyst nokkrar stöður þarna frammi. Ásgeir Sigurgeirs er búinn að vera meiddur og Steinþór Freyr er víst tæpur eins og alltaf. Það er alveg rétt að byrjunarliðið okkar með alla heila er sterkt en hvenær gerist það að menn stilli upp sama byrjunarliðinu 22 leiki í röð? Þetta er ekki EM 2016. Breiddin verður okkur að falli og við endum um miðja deild sem verða samt ekkert það mikil vonbrigði ef uppbyggingin heldur svo áfram. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir KA 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar sem er þremur sætum ofar en liðið endaði í fyrra. Mikill stöðugleiki einkennir KA-menn þessi misserin en þjálfarinn er að fara inn í sitt fjórða tímabil og leikmannahópurinn hefur lítið breyst eftir stórkaup fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur ákveðið einkenni og gæti farið með himinskautum í sumar ef allt gengur upp. Seinni hálfleikurinn var helsti óvinur KA-manna á síðasta ári en liðið hefði orðið Íslandsmeistari ef alltaf hefði verið flautað til leiksloka eftir 45 mínútur. Liðið náði alltof sjaldan að halda út í góðri stöðu og missti niður sigra í töpuð sit alltof oft. En, liðið er reynslunni ríkara núna með betri vörn og betri markvörð þannig það horfir til betri vega í seinni hálfleik. Þjálfari KA er Srjdan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa. Þessi afar geðþekki Serbi hefur verið rúman áratug í KA eftir að hann kom þangað fyrst sem leikmaður árið 2006. Hann tók við þjálfun meistaraflokksins á miðju sumri 2015 og hefur gert stórgóða hluti síðan þá. Túfa brennur fyrir KA sem bæði leikmenn og stuðningsmenn kunna svo sannarlega að meta og svo er hann líka afar fær þjálfari og klókur í leikmannakaupum.Svona munum við eftir KAKA-menn komu af miklum krafti inn í deildina á síðustu leiktíð, bæði inn á vellinum og uppi í stúku. Gulir og glaðir stuðningsmenn þeirra vöktu mikla athygli með framkvæmdastjórann fremstan í flokki klæddan eins og sólskinsdreng. Þessi öfluga byrjun skilaði liðinu sjö stigum af fyrstu níu mögulegum, þar á meðal 3-1 sigri gegn Breiðabliki í fyrstu umferðinni. KA-menn héldu ekki alveg dampi út leiktíðina en voru öruggir og rúmlega það með áframhaldandi sæti í efstu deild. Liðið og leikmenngrafvík/gvendurNorðanmenn hafa á að skipa mjög sterku byrjunarliði með hágæða leikmenn í mörgum stöðum hvort sem um ræðir í vörn, miðju eða á sókn. Bæði eru miklir naglar í liðinu sem og öflugir fótboltamenn sem geta búið til eitthvað úr litlu en það er oft uppskrift að árangri.Þrír sem KA treystir á:Cristian Martínez: KA gaf stuðningsmönnum sínum jólagjöf rétt fyrir hátíð ljóss og friðar þegar að spænski markvörðurinn flaug norður frá Ólafsvík. Martínez var einn besti markvörður deildarinnar í fyrra og KA þurfti að finna nýjan markvörð eftir að Srjdan Rajkovic lagði hanskana á hilluna. Martínez er frábær á milli stanganna en kannski ekki sá besti í teignum. Hann er því heppinn að vera með frábæra miðverði sem ættu að vernda hann.Hallgrímur Jónasson: Það sýnir bersýnilega metnað KA-manna að fá þennan frábæra leikmann og fyrrverandi landsliðsmann norður. Hallgrímur er að koma heim á besta aldri og var að byrja hvern einasta leik hjá dönsku úrvalsdeildarliði þegar að hann var heill þannig hann er ekki að koma heim á einhverjum niðurtúr. Hallgrímur er afskaplega öflugur leikmaður; rólegur og yfirvegaður og leiðtogi í hópnum.Hallgrímur Mar Steingrímsson: KA er með einn besta og skemmtilegsta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Húsvíkingurinn er töframaður með boltann en hann getur fíflað hvern sem er á litlu svæði og er bæði öflugur sendingarmaður sem og skotmaður. Aukaspyrnur hans eru einnig afskaplega góðar. Markaðurinn grafík/gvendurKA-menn voru ekki að hrúga inn mörgum mönnum en þeir styrktu nákvæmlega það sem að þurfti að styrkja með því að fá sér markvörð og Hallgrím sem ætti ef allt er eðlilegt að vera besti miðvörður deildarinnar. Túfa fann sér svo vinstri bakvörð til að auka breiddina í varnarleiknum. Norðanmenn munu ekki sakna Almarrs Ormarssonar eins mikið vegna þess að þeir fá inn Archange Nkumu sem var meiddur eiginlega alla síðustu leiktíð en þeir munu sakna Emils Lyng sem jók breiddina til muna í sóknarleiknum og skilaði slatta af mörkum. Bjarni Mark Antonsson er spennandi leikmaður sem gefur Túfa meiri breidd inn á miðjunni.Markaðseinkunn: BHvað segir sérfræðingurinn?„Það var hreint frábært að fylgjast með KA-síðasta sumar og stemningunni í kringum liðið,“ segir Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um KA-menn. „KA-liðið var gott í fyrra og vel mannað en nú reynir á hvernig menn koma inn í annað tímabil og reyna að fylgja góðum árangri eftir. Menn þurfa að taka næsta skref en KA-liðið er vissulega búið að styrkja sig með Hallgrími sem er frábær fyrir liðið.“ „Spurningamerkið verður svolítið hvort Hallgrímur Mar nái að fylgja eftir góðu síðasta tímabili og hvort KA nær að fylla í skarð Emils Lyng. Ef að KA-menn ná upp sömu stemningu og sama kjarna í stuðningi fyrir utan völlinn verður þetta fínt tímabil hjá þeim,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um KA er … að liðið hefur sitt einkenni og nokkuð fastmótaðan leikstíl undir stjórn þjálfara síns sem þekkir gildi liðsins og félagsins inn og út. Túfa hefur byggt á öflugum Inkasso-sumarglugga fyrir tveimur árum og reynt að hrófla ekki of mikið við liðinu heldur bæta minna við en hafa leikmennina þeim mun betri. Miðvarðaparið gæti verið það besta í deildinni og Martínez er betri markvörður en Rajkovic. Þegar að allir eru heilir er KA með eitt besta lið deildarinnar á pappír.Spurningamerkin eru … hvað gerist þegar að menn lenda í banni og meiðslum. Auðvitað er breiddin spurning fyrir flest lið deildarinnar en einna helst hjá KA. Gæðamunurinn á fyrstu 11-13 leikmönnunum niður í þá næstu er mikill og á þeim getur það ráðist hvort þeir gulu taki þátt í Evrópubaráttu eða verða í miðjumoði. Svo er stóra spurningin hvort KA-menn séu hreinlega tilbúnir í alvöru toppbaráttu eða Evrópubaráttu eða hvort þeir séu sjálfir bara að undirbúa sig undir að sigla lygnan sjó.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Okkur vantaði alvöru miðvörð með Guðmanni og frábæran markvörð og það var nákvæmlega það sem að stjórnin gaf okkur. Þetta gæti einfaldlega ekki verið betra. Á meðan önnur lið eru annað hvort að hrúga inn leikmönnum erum við að fá þá réttu og enga smá leikmenn. Liðið var nógu gott til að fara í Evrópubaráttu á síðustu leiktíð en við vorum bara klaufar. Hallgrímur Jónasson er besti leikmaður deildarinnar og hefur verið að sýna það í vetur. Hann og Guðmann er varnarmúr sem ekki er hægt að brjóta niður. Að hafa svo áhyggjur af Hallgrími Mar og einhverju annars tímabils heilkenni hjá honum er líka algjör óþarfi. Hann er búinn að pakka saman deildinni með Víkingi og svo með okkur. Hann verður bara betri. Allt annað en Evrópubarátta eru vonbrigði.Siggi: Þú munt sjá ansi snemma á tímabilinu hversu mikið við munum sakna Emils Lyng, Binni. Okkur sárvantar annan sóknarmann hvort sem um ræðir kantmann eða framherja, einhvern sem að getur leyst nokkrar stöður þarna frammi. Ásgeir Sigurgeirs er búinn að vera meiddur og Steinþór Freyr er víst tæpur eins og alltaf. Það er alveg rétt að byrjunarliðið okkar með alla heila er sterkt en hvenær gerist það að menn stilli upp sama byrjunarliðinu 22 leiki í röð? Þetta er ekki EM 2016. Breiddin verður okkur að falli og við endum um miðja deild sem verða samt ekkert það mikil vonbrigði ef uppbyggingin heldur svo áfram.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti