Dansinn hefur fylgt mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Kveðjustundin að lokinni vorsýningu skólans var tregablandin. Vísir/Anton Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira