Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Benedikt Bóas skrifar 24. apríl 2018 05:30 Hljómsveitin á tónleikum í New York í fyrra. Vísir/Getty Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira