Í tilefni þess ætla Hörður Magnússon og sparkspekingar Pepsi-markanna að hita upp fyrir tímabilið með upphitunarþætti Pepsi-deildarinnar í kvöld.
Spekingarnir þetta sumarið eru úr hinum ýmsu áttum en búist er við afar skemmtilegri Pepsi-deild þetta árið.
Í þættinu í kvöld, sem er í beinni útsendingu, munu allir þjálfarar liðanna tólf í Pepsi-deild karla koma við sögu en fleiri gestir munu einnig koma við sögu í þættinum í kvöld.
Þátturinn hefst klukkan 21.30 en útsendinguna má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.