Íslenski boltinn

Fjölnir fær Svía að láni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berisha í leik með hollenska liðinu SC Cambuur árið 2015
Berisha í leik með hollenska liðinu SC Cambuur árið 2015
Fjölnir hefur fengið til sín sænska framherjann Valmir Berisha að láni. Félagið staðfesti þetta í dag.

Svíinn kemur á láni til 19. júli með möguleika á framlengingu út tímabilið. Hann spilaði æfingaleik með Fjölni á dögunum gegn Fylki og opnaði þar markareikning sinn með félaginu.

Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, sagði í Akraborginni í síðustu viku að hann væri „ungur leikmaður sem þarf að halda utan um og byggja upp.“

Berisha lék síðast fyrir Álasund í Noregi en náði ekki að skora mark fyrir félagið í 23 leikjum í norsku úrvalsdeildinni.

Fjölnir hefur leik í Pepsi deildinni á laugardaginn þegar Grafarvogsmenn taka á móti KA í Egilshöllinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×