Jónatan kemur frá AZ Alkmaar í Hollandi en hann fór þangað frá FH árið 2015. Hann lék með FH í æfingaleik gegn Selfossi á dögunum og skoraði þar meðal annars mark.
Hinn 19 ára gamli Jónatan er sóknarsinnaður kantmaður og hefur leikið bæði með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.
FH hefur leik í Pepsi deildinni á laugardaginn þegar liðið heldur til Grindavíkur.
FH hefur samið við Jónatan Inga Jónsson út keppnistímabilið 2019. Jónatan er uppalinn FHingur sem við bjóðum hjartanlega velkominn aftur heim í Kaplakrika. #ViðerumFH#fotboltinetpic.twitter.com/5im8K7GGJ3
— FHingar.net (@fhingar) April 23, 2018