Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2018 06:00 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. VÍSIR/PJETUR Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45