Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2018 06:00 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. VÍSIR/PJETUR Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45