Erlent

Efnavopnasérfræðingar tóku sýni í Douma

Birgir Olgeirsson skrifar
Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma.
Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma. Vísir/Getty
Hópur sérfræðinga frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni fór í dag til sýrlensku borgarinnar Douma þar sem sérfræðingarnir söfnuðu sýnum til að reyna að fá úr því skorið hvort að efnavopn voru notuðu í árás 7. apríl síðastliðinn.

Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma.

Sýnin verða flutt til Hollands og þaðan til fjölda rannsóknarstofa þar sem sýnin verða greind.

Hópurinn mun að lokum skila af sér skýrslu sem verður kynnt fyrir löndunum sem standa að baki stofnuninni.

Efnavopnastofnunin hefur verið með notkun efnavopna í borgarastríðinu í Sýrlandi til rannsóknar frá árinu 2014. Sérfræðingarnir höfðu reynt að komast til Douma í nokkra daga en þurftu frá að hverfa eftir að skotið var á bílalest þeirra 17. apríl síðastliðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×