Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 16:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður. Víglínan Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun, en Halldóra er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Halldóra segist vona að með frumvarpinu verði hugmyndin könnuð og hvaða áhrif borgaralaun gætu haft á samfélagið í heild sinni. Hugmyndin væri alls ekki svo frábrugðin almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í dag. „Það væru engar skerðingar og engin skilyrði þannig þetta eftirlitskerfi sem við erum með uppi til þess að passa upp á að það sé enginn að svindla og allar persónuupplýsingarnar sem eru í kerfinu væri orðið óþarft. Þetta væri bara orðið mannréttindi og það ættu allir að fá sinn hlut í samfélaginu.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk færi að þiggja borgaralaun og hyrfi af vinnumarkaði og að sama staða geti vel verið uppi í dag. Almannatryggingakerfið í dag valdi því að fólk vinni ekki aukalega, en borgaralaunin yrðu án skerðinga. „Ég get alveg ímyndað mér að það sé fólk í dag sem lifir á bótunum sínum og það sé enginn hvati til þess að vinna aukalega því það skerðist allt.“ Sagði Halldóra, en hún segir að þetta yrði bara í boði upp að vissum tekjumörkum ef svo kynni að frumvarpið yrði samþykkt.Hugmyndin um borgaralaun kannski „einnar messu virði" Ólafur Þór var ekki sannfærður um að borgaralaun væru betri kostur en almannatryggingakerfið sem við værum með nú þegar. Hann sagði að þó það væri flókið væru samt framfærslukerfi, almannatryggingakerfi og lífeyrissjóðir fyrir almenning og bótakerfin sinntu þeim sem þörfnuðust þess. „Ég er ekki viss um að það myndi breyta miklu í sjálfu sér þó þú settir upp fyrirkomulag borgaralauna, en ég held að þessi skoðun sem Halldóra talar fyrir sé að mörgu leyti áhugaverð og kannski er hún alveg einnar messu virði.“ Hann segist ekki viss um að báknið í kringum almannatryggingakerfið myndi minnka í kjölfarið þar sem fólk myndi ekki afsala sér lífeyrissjóðum og framfærslurétti sveitarfélaga. Hann benti á að tilraun til borgaralauna í Finnlandi hafi ekki gengið sem skyldi og þeir hafi nýverið lagt verkefnið niður.
Víglínan Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent