Rannsaka dularfullt hvarf norskrar konu í Suður-Afríku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 14:04 Marie Sæther Østbø er 21 árs og stundar nám í stjórnmálafræði við háskóla í Frakklandi. Mynd/Sea Rescue South Africa Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt. Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt.
Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira