Lífið

218 milljónir fyrir einbýlishús í Hlíðunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórglæsilegt einbýlis í Hlíðunum.
Stórglæsilegt einbýlis í Hlíðunum. myndvinnsla/hjalti
Fasteignasalan Torg er með 350 fermetra einbýlishús í Stigahlíðinni í Reykjavík á söluskrá en ásett verð er heilar 218 milljónir.

Um er að ræða hús sem var byggt árið 1989 og eru alls fimm svefnherbergi í húsinu. Fasteignamatið er 118 milljónir en húsið var endurnýjað og uppgert á árunum 2008-2009.

Um innanhúshönnun sá Hanna Stína hjá AVH arkitektar og Björn Jóhannesson sá um garðhönnun.

Tvöfaldur bílskúr er við húsið og eru þrjú fullbúin baðherbergi og eitt gesta salerni í eigninni.

Hér að neðan má sjá myndir úr húsinu:

Fallegt hús í 105 Reykjavík.
Skemmtileg stofa.
Falleg hönnun um allt hús.
3 fullbúin baðherbergi eru í eigninni.
Stórglæsilegt eldhús.
Pottur og allur pakkinn í pallinum.
Fallegur og stór pallur við húsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.