Erlent

Þurfti að snúa heim vegna óeirða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, í vikunni.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ásamt forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, í vikunni. Vísir/AFP
Forseti Suður Afríku, Cyril Ramaphosa, yfirgaf fund hjá breska Samveldinu í London fyrr en áætlað var, vegna óeirða heima fyrir.

Til átaka hefur komið í norðvesturhluta Suður Afríku þar sem mótmælendur hafa hópast út á götur og krafist atvinnu og húsnæðis auk þess sem spillingu er mótmælt. Búðir hafa verið rændar, vegum hefur verið lokað og eldur borinn að bílum.

Forsetinn, sem tók við embætti í febrúar, hefur á ferð sinni um Bretland reynt að efla erlenda fjárfestingu í Suður Afríku en mótmælin brutust út á miðvikudaginn þar sem þess var meðal annars krafist að hérðaðsstjórinn og samflokksmaður Ramaphosa segði af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×