Erlent

Sýrlandsforseti skilaði æðstu orðu Frakka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hér sést fulltrúi sýrlensku ríkisstjórnarinnar skila orðunni.
Hér sést fulltrúi sýrlensku ríkisstjórnarinnar skila orðunni. Vísir/AFP
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur skilað formlega æðstu orðu Frakka, sem hann var sæmdur fyrir nokkrum árum. Þetta gerir forsetinn í ljósi þess að Frakkar tóku virkan þátt í loftárásum á Sýrland á dögunum.

Forsetinn segist ekki vilja bera orðu frá landi sem sé þræll Bandaríkjanna, eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Sýrlendingum.

Yfirlýsing Sýrlendinga kemur degi eftir að Frakkar tilkynntu að ferli væri hafið sem miðaði að því að svipta Assad orðunni. Því má segja að Assad hafi orðið fyrri til.

Orðunni var skilað í rúmenska sendiráðinu í Damaskus, sem enn er opið, en Frakkar hafa lokað sínu sendiráði í landinu. Assad fékk heiðursorðuna árið 2001, þegar hann tók við forsetaembættinu eftir að faðir hans lést.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×