Ungt knattspyrnufólk á betra skilið frá KSÍ Benedikt Bóas skrifar 20. apríl 2018 08:00 Sitjandi eru þeir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Ari Edwald, forstjóri MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fyrir aftan eru leikmenn liða sem voru boðuð á fundinn, þar á meðal liðið með bjórauglýsinguna. Slíkt féll í grýttan jarðveg hjá samtökum foreldra gegn áfengisauglýsingum. Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira