Leikkonan Pamela Gidley er látin Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2018 15:24 Pamela Gidley. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Pamela Gidley, sem þekktust var fyrir hlutverk sitt sem Teresa Banks í Twin Peaks-kvikmyndinni Fire Walk With Me, er látin, 52 ára að aldri. Í minningargrein sem fjölskylda Gidley birti á sunnudag kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum þann 16. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt BBC. Dánarorsök hefur þó enn ekki verið gerð opinber. Eins og áður kom fram var Gidley þekktust fyrir hlutverk sitt sem unglingsstúlkan Teresa Banks í kvikmyndinni Fire Walk With Me, forleik að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Twin Peaks. Persóna Gidley var þó að endingu myrt en haft var eftir Gidley í viðtali árið 2016 að leikstjóri Twin Peaks, David Lynch, hafi sérstaklega óskað eftir því að hún tæki hlutverkið að sér. Gidley lék í töluverðum fjölda kvikmynda á níunda áratug síðustu aldar, þ. á m. Dudes og Cherry 2000. Þá tók hún einnig að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Pretender og CSI: Crime Scene Investigation. Þá var hún valin „fegursta stúlka í heimi“ í keppni á vegum Wilhelmina Models-fyrirsætuskrifstofunnar árið 1985. Josh Brolin, meðleikari Gidley í kvikmyndinni Thrashin‘, minntist vinkonu sinnar hlýlega á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna af andláti hennar. My co-star in “Thrashin” and my girlfriend twice in a lifetime. Amazing and innocent memories of her: a spitfire, and a truly funny person she was. I remember is being in bed (I was 17) and hearing the radio come on saying that the Challenger had just exploded. These milestones in your life: amazing people to grace us with their spirit, their presence. She will have forever affected mine. Thank you for the gift of you, Pam. Rest In Peace beautiful girl. #thrashin #dogtownbeginnings #godschildren @robertrusler #pamgidley A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin) on Apr 24, 2018 at 8:33pm PDT Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríska leikkonan Pamela Gidley, sem þekktust var fyrir hlutverk sitt sem Teresa Banks í Twin Peaks-kvikmyndinni Fire Walk With Me, er látin, 52 ára að aldri. Í minningargrein sem fjölskylda Gidley birti á sunnudag kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum þann 16. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt BBC. Dánarorsök hefur þó enn ekki verið gerð opinber. Eins og áður kom fram var Gidley þekktust fyrir hlutverk sitt sem unglingsstúlkan Teresa Banks í kvikmyndinni Fire Walk With Me, forleik að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Twin Peaks. Persóna Gidley var þó að endingu myrt en haft var eftir Gidley í viðtali árið 2016 að leikstjóri Twin Peaks, David Lynch, hafi sérstaklega óskað eftir því að hún tæki hlutverkið að sér. Gidley lék í töluverðum fjölda kvikmynda á níunda áratug síðustu aldar, þ. á m. Dudes og Cherry 2000. Þá tók hún einnig að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Pretender og CSI: Crime Scene Investigation. Þá var hún valin „fegursta stúlka í heimi“ í keppni á vegum Wilhelmina Models-fyrirsætuskrifstofunnar árið 1985. Josh Brolin, meðleikari Gidley í kvikmyndinni Thrashin‘, minntist vinkonu sinnar hlýlega á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna af andláti hennar. My co-star in “Thrashin” and my girlfriend twice in a lifetime. Amazing and innocent memories of her: a spitfire, and a truly funny person she was. I remember is being in bed (I was 17) and hearing the radio come on saying that the Challenger had just exploded. These milestones in your life: amazing people to grace us with their spirit, their presence. She will have forever affected mine. Thank you for the gift of you, Pam. Rest In Peace beautiful girl. #thrashin #dogtownbeginnings #godschildren @robertrusler #pamgidley A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin) on Apr 24, 2018 at 8:33pm PDT
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira