Meirihluti andvígur áfengissölu í matvöruverslunum samkvæmt nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2018 13:22 Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Vísir/ERNIR Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun. Áfengi og tóbak Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun.
Áfengi og tóbak Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent