Segja Írani hafa fallið í Sýrlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2018 07:28 Ekki er vitað hver stendur að baki árásunum. Vísir/Getty Flugskeytaárásir voru gerðar á nokkur hersvæði í norðurhluta Sýrlands í gærkvöldi. Héraðsmiðlar greina frá einhverju mannfalli en hversu margir létust, eða hverrar þjóðar þeir eru, liggur ekki fyrir að svo stöddu. Sýrlenski herinn segir í samtali við fjölmiðla ytra að herstöðvar í Hama og Aleppo hafi verið skotmörkin. Vopnageymslur og stjórnstöðvar hafi skemmst í árásinni. Bresk samtök, sem reyna að ná utan um mannfall í Sýrlandi, segja að Íranir séu meðal þeirra látnu. Reuters greinir frá því að annað skotmarkanna hafi verið þjálfunarstöð fyrir íranska hermenn sem barist hafa við hlið sýrlenska stjórnarhersins. Ekki er vitað á þessari stundu hver stendur að baki árásinni. Vesturveldin; Bandaríkin, Frakkar og Bretar, hafa áður gert loftárásir á stjórnarher Bashar al-Assad - rétt eins og Ísraelsmenn. Vesturveldin réðust á það sem þau sögðu vera efnavopnaverksmiðju og Ísraelsmenn vörpuðu sprengju á flugvöll sem Íranir hafa nýtt sér í stríðinu. Sjö íranskir hermenn létust í síðarnefndu árásinni og 14 særðust. Sýrland Tengdar fréttir Íraksstjórn segir loftárásir á Sýrland styrkja stöðu ISIS Ríkisstjórn Íraks segir að loftárásir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi séu til þess fallnar að styrkja stöðu öfgahópa á borð við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. 17. apríl 2018 10:48 Efnavopnasérfræðingar tóku sýni í Douma Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma. 21. apríl 2018 19:51 Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. 29. apríl 2018 17:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Flugskeytaárásir voru gerðar á nokkur hersvæði í norðurhluta Sýrlands í gærkvöldi. Héraðsmiðlar greina frá einhverju mannfalli en hversu margir létust, eða hverrar þjóðar þeir eru, liggur ekki fyrir að svo stöddu. Sýrlenski herinn segir í samtali við fjölmiðla ytra að herstöðvar í Hama og Aleppo hafi verið skotmörkin. Vopnageymslur og stjórnstöðvar hafi skemmst í árásinni. Bresk samtök, sem reyna að ná utan um mannfall í Sýrlandi, segja að Íranir séu meðal þeirra látnu. Reuters greinir frá því að annað skotmarkanna hafi verið þjálfunarstöð fyrir íranska hermenn sem barist hafa við hlið sýrlenska stjórnarhersins. Ekki er vitað á þessari stundu hver stendur að baki árásinni. Vesturveldin; Bandaríkin, Frakkar og Bretar, hafa áður gert loftárásir á stjórnarher Bashar al-Assad - rétt eins og Ísraelsmenn. Vesturveldin réðust á það sem þau sögðu vera efnavopnaverksmiðju og Ísraelsmenn vörpuðu sprengju á flugvöll sem Íranir hafa nýtt sér í stríðinu. Sjö íranskir hermenn létust í síðarnefndu árásinni og 14 særðust.
Sýrland Tengdar fréttir Íraksstjórn segir loftárásir á Sýrland styrkja stöðu ISIS Ríkisstjórn Íraks segir að loftárásir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi séu til þess fallnar að styrkja stöðu öfgahópa á borð við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. 17. apríl 2018 10:48 Efnavopnasérfræðingar tóku sýni í Douma Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma. 21. apríl 2018 19:51 Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. 29. apríl 2018 17:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Íraksstjórn segir loftárásir á Sýrland styrkja stöðu ISIS Ríkisstjórn Íraks segir að loftárásir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi séu til þess fallnar að styrkja stöðu öfgahópa á borð við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. 17. apríl 2018 10:48
Efnavopnasérfræðingar tóku sýni í Douma Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma. 21. apríl 2018 19:51
Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. 29. apríl 2018 17:30