Lögreglustjóri í fangelsi vegna aðgerðar gegn blaðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lögreglustjórinn Moe Yan Naing yfirgefur réttarsal. Tveir blaðamenn voru leiddir í gildru af lögreglu. Vísir/AFP Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45