Fleiri heimilisofbeldismál eftir breytingu í Rússlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Hægt er að ljúka fyrsta máli um heimilisofbeldi með sekt. Vísir/Getty Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Sjá meira
Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Sjá meira