1. maí Guðmundur Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur – og nánast í réttir líka. 1. maí göngur hafa löngum verið sundrungin ein, fjöldi fólks hefur talið að það ætti ekki erindi í göngu með næsta manni, næsti maður hefur hugsað eitthvað svipað og hópur fólks verið á sama máli – og haldið sig sér. Þetta hafa verið dreifðar hjarðir á stangli – sem hafa sjálfar séð um að draga sig í dilka. Nú má búast við enn einni göngunni. Víðfrægur peningaburðarmaður auðvaldsins hefur nefnilega keypt sér köflótta skyrtu, því þannig heldur hann að verkamenn séu klæddir, og hyggst hann ganga í átt að hinu sósíalíska framtíðarlandi hvar fyrirtækin sjálf þurfa ekki að greiða laun heldur geta allir fengið eins og þeir vilja úr Ábyrgðarsjóði launa. Rétt á milli þess að fyrirtækin stofna sig upp á nýtt með nýjar kennitölur og nýjar ambisjónir; dýrðin ein. Síðustu ár hefur íslenskur verkalýður ekki borið gæfu til þess að ráðast gegn óvinum sínum: Kennitöluflökkurum, glæpamönnum sem falsa reikninga til þess að leika á virðisaukaskattinn, skítmennum sem hlaupa frá fyrirtækjum sem þeir viljandi keyra í þrot, gangsterum sem borga helst enga skatta. Nei, talsmenn verkalýðsins hafa verið uppteknir af því að djöflast í bændum og tilbiðja Evrópusambandið – en það eru reyndar mikið til sömu trúarbrögðin. Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur og sumir gera sér jafnvel grein fyrir því hvað er þeim fyrir bestu. Þau vísindi uppgötva menn yfirleitt á eigin skinni, aldrei undir handarkrikum manna sem halda að þeir verði byltingarmenn á milli einkaþotunnar og skyrtustæðunnar í Rúmfatalagernum, aldrei undir væng þeirra sem halda að Brussel sé ígildi himnaríkis – og mannkerti ígildi Krists. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur – og nánast í réttir líka. 1. maí göngur hafa löngum verið sundrungin ein, fjöldi fólks hefur talið að það ætti ekki erindi í göngu með næsta manni, næsti maður hefur hugsað eitthvað svipað og hópur fólks verið á sama máli – og haldið sig sér. Þetta hafa verið dreifðar hjarðir á stangli – sem hafa sjálfar séð um að draga sig í dilka. Nú má búast við enn einni göngunni. Víðfrægur peningaburðarmaður auðvaldsins hefur nefnilega keypt sér köflótta skyrtu, því þannig heldur hann að verkamenn séu klæddir, og hyggst hann ganga í átt að hinu sósíalíska framtíðarlandi hvar fyrirtækin sjálf þurfa ekki að greiða laun heldur geta allir fengið eins og þeir vilja úr Ábyrgðarsjóði launa. Rétt á milli þess að fyrirtækin stofna sig upp á nýtt með nýjar kennitölur og nýjar ambisjónir; dýrðin ein. Síðustu ár hefur íslenskur verkalýður ekki borið gæfu til þess að ráðast gegn óvinum sínum: Kennitöluflökkurum, glæpamönnum sem falsa reikninga til þess að leika á virðisaukaskattinn, skítmennum sem hlaupa frá fyrirtækjum sem þeir viljandi keyra í þrot, gangsterum sem borga helst enga skatta. Nei, talsmenn verkalýðsins hafa verið uppteknir af því að djöflast í bændum og tilbiðja Evrópusambandið – en það eru reyndar mikið til sömu trúarbrögðin. Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur og sumir gera sér jafnvel grein fyrir því hvað er þeim fyrir bestu. Þau vísindi uppgötva menn yfirleitt á eigin skinni, aldrei undir handarkrikum manna sem halda að þeir verði byltingarmenn á milli einkaþotunnar og skyrtustæðunnar í Rúmfatalagernum, aldrei undir væng þeirra sem halda að Brussel sé ígildi himnaríkis – og mannkerti ígildi Krists.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar