Segir að lífeyrissjóðirnir muni stórauka erlenda fjárfestingu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:45 Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira