Fólk kemur inn í þetta og það hafa alls konar spilarar dottið inn og oft er mikil dýnamík og skemmtun á sviðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Beggi Smári en í kvöld hefst Blues Jam á Dillon.
Með Begga eru þeir Pétur Sigurðsson og Friðrik Geirdal í Bexband auk Nicks Jameson sem er þekktur tónlistarmaður og leikari. Hann hefur búið hér í þrjú ár.
Trúlega er hann þekktastur sem rússneski forsetinn Yuri Suvarov í spennuþáttaröðinni 24. Þá lék hann einnig í Lost og King of Queens svo fátt eitt sé nefnt.

24 fékk fjölmörg verðlaun, eins og 20 Emmy-verðlaun, Golden Globe og Screen Actors Guild verðlaun enda ótrúlega vel heppnuð sería.
„Við tókum smá hlé en erum að koma aftur í sumar. Það var alltaf troðið og góð stemning á þessum kvöldum,“ segir Beggi. „Hann var í gamla daga í goðsagnakenndu bandi, Foghat, sem gerði meðal annars Slow Ride, sem er geggjað lag,“ segir hann.
Það kostar ekkert inn á kvöldið og hlakkar Beggi mikið til að plokka gítarinn á ný. „Maður veit aldrei hvað kvöldið ber í skauti sér. Það getur alveg einhver komið sem kann minna og það er skemmtilegt en stundum koma mjög góðir spilarar, íslenskir og erlendir.“