Oddvitaáskorunin: Hefur séð Sound of Music tólf sinnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 15:00 Kolbrún Baldursdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Kolbrún Baldursdóttir leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Kolbrún Baldursdóttir. Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Bernska mín einkenndist af fátækt. Þegar ég var 12 ára hafði ég flutt og búið á sex stöðum. Óöryggi, rótleysi og einmanaleiki einkenndi bernsku mína. Sem ung kona ákvað ég að nota alla reynslu mína, jákvæða sem neikvæða til góðs fyrir aðra. Menntun og reynsla sem sálfræðingur og kennari, hefur hjálpað mér að takast á við ólík og krefjandi verkefni. Ég hef starfað með hundruðum barna og foreldra, eldri borgara og öryrkja í viðtölum, veitt ráðgjöf, meðferð, hvatningu og huggun. Ég gladdist mjög þegar Inga Sæland kom fram á sjónarsviðið með Flokk fólksins. Ég fann strax að hugsjónir hennar og barátta fyrir þá sem höllustum fæti standa hittu mig beint í hjartastað. Ég er óendanlega þakklát og stolt að fá að leiða Flokk fólksins í borgarstjórnarkosningunum. Nú get ég á nýjum vettvangi hjálpað öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég ætla að berjast fyrir bjartari og betri framtíð barnanna okkar, berjast fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég ætla að koma þeim í öruggt skjól. Ef þú vilt setja fólkið í fyrsta sæti þá þarftu einungis að kjósa Flokk fólksins í kosningunum þann 26. maí. „FÓLKIÐ FYRST“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Selfoss.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hrísgrjón og steiktur fiskur.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég held ég sé ekki sérstaklega best í að elda neitt, frekar góð í að elda margt.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Það væri eitthvað gott og klassískt með Mariah Carey.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Datt fyrir framan fullt af fólki á leið út úr strætó.Draumaferðalagið? Sambland af sól og menningu með þeim sem ég elska mest, börnum og barnabörnum.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já ég trúi því að það sé líf eftir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég var 9 ára náði ég að plata fjölskylduna mína að það væri kakkalakki í baðkarinu á 1. apríl.Hundar eða kettir? Ég er mikill dýravinur en þar sem ég á hund þá fær hundur vinninginn.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Sound of Music. Hef séð hana 12 sinnum.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Holly Hunter gæti verið góð í það hlutverk.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef því miður aldrei komist inn í þá þætti.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei aldrei.Uppáhalds tónlistarmaður? Peter Cetera.Uppáhalds bókin? Dalalíf eftir Guðúnu frá Lundi.Kolbrún ræðir við grasrót Flokks fólksins.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Glas af góðu hvítvíni.Uppáhalds þynnkumatur? Er slíkur matur til?Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bland af báðu gerir gott frí.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei man ekki til þess.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Despacito.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já rusl á götum er mjög þreytandi að sjá.Á að banna flugelda? Nei það finnst mér ekki. Þeir gera mikið fyrir fjáröflun björgunarsveita og fjölmörgum þykir gaman af þeim.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Nú er ég mát.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Kolbrún Baldursdóttir leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Kolbrún Baldursdóttir. Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Bernska mín einkenndist af fátækt. Þegar ég var 12 ára hafði ég flutt og búið á sex stöðum. Óöryggi, rótleysi og einmanaleiki einkenndi bernsku mína. Sem ung kona ákvað ég að nota alla reynslu mína, jákvæða sem neikvæða til góðs fyrir aðra. Menntun og reynsla sem sálfræðingur og kennari, hefur hjálpað mér að takast á við ólík og krefjandi verkefni. Ég hef starfað með hundruðum barna og foreldra, eldri borgara og öryrkja í viðtölum, veitt ráðgjöf, meðferð, hvatningu og huggun. Ég gladdist mjög þegar Inga Sæland kom fram á sjónarsviðið með Flokk fólksins. Ég fann strax að hugsjónir hennar og barátta fyrir þá sem höllustum fæti standa hittu mig beint í hjartastað. Ég er óendanlega þakklát og stolt að fá að leiða Flokk fólksins í borgarstjórnarkosningunum. Nú get ég á nýjum vettvangi hjálpað öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég ætla að berjast fyrir bjartari og betri framtíð barnanna okkar, berjast fyrir eldri borgara og öryrkja. Ég ætla að koma þeim í öruggt skjól. Ef þú vilt setja fólkið í fyrsta sæti þá þarftu einungis að kjósa Flokk fólksins í kosningunum þann 26. maí. „FÓLKIÐ FYRST“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Selfoss.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hrísgrjón og steiktur fiskur.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég held ég sé ekki sérstaklega best í að elda neitt, frekar góð í að elda margt.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Það væri eitthvað gott og klassískt með Mariah Carey.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Datt fyrir framan fullt af fólki á leið út úr strætó.Draumaferðalagið? Sambland af sól og menningu með þeim sem ég elska mest, börnum og barnabörnum.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já ég trúi því að það sé líf eftir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar ég var 9 ára náði ég að plata fjölskylduna mína að það væri kakkalakki í baðkarinu á 1. apríl.Hundar eða kettir? Ég er mikill dýravinur en þar sem ég á hund þá fær hundur vinninginn.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Sound of Music. Hef séð hana 12 sinnum.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Holly Hunter gæti verið góð í það hlutverk.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef því miður aldrei komist inn í þá þætti.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei aldrei.Uppáhalds tónlistarmaður? Peter Cetera.Uppáhalds bókin? Dalalíf eftir Guðúnu frá Lundi.Kolbrún ræðir við grasrót Flokks fólksins.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Glas af góðu hvítvíni.Uppáhalds þynnkumatur? Er slíkur matur til?Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bland af báðu gerir gott frí.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei man ekki til þess.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Despacito.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já rusl á götum er mjög þreytandi að sjá.Á að banna flugelda? Nei það finnst mér ekki. Þeir gera mikið fyrir fjáröflun björgunarsveita og fjölmörgum þykir gaman af þeim.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Nú er ég mát.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira