Leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar kjörinn forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 10:43 Serj Tankian, söngvari bandarísk-armensku þungarokkssveitarinnar System of a Down, fylgdi Pasjinjan (t.h.) á svið í Jerevan í gær. Lög sveitarinnar hafa verið áberandi í mótmælunum. Vísir/AFP Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu. Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu.
Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00