Umhverfisstofnun hefur ákveðið að umferð um Dyrhólaey verði takmörkuð frá og með deginum í dag til 25. júní á milli klukkan 9 til 19 til verndunar fuglalífs á varptíma.
Á þeim tíma verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum. Á næturnar er friðlandið lokað frá klukkan 19 til 9.
Er ákvörðunin tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings á árlegri athugun á stöðu fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma, að því er segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar en frá og með 25. júní verður friðlandi opið allan sólarhringinn.
Skýrslu fuglafræðings um stöðu fuglalífs í Dyrhólaey má nálgast hér.
