FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 10:00 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. vísir/stefán Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins IK Sävehof eftir tímabilið hér heima, samkvæmt heimildum Vísis. Ágúst er búinn að semja við sænska stórliðið sem kaupir markvörðinn frá Hafnafjarðarfélaginu en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður endanlega frá málum, samkvæmt heimildum Vísis. Sävehof hefur fimm sinnum orðið Svíþjóðarmeistari, síðast árið 2012 en liðið vann deildina þrjú ár í röð frá 2010-2012. Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, spilaði síðast með Sävehof á síðustu leiktíð áður en að hann sneri aftur heim.Gísli Þorgeir fer til Kiel í sumar.vísir/eyþórFór á EM Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur á tímabilinu í Olís-deildinni en frammistaða hans fyrir áramót skilaði honum sæti í EM-hópi Geirs Sveinssonar í Króatíu í byrjun árs. Hann varði 35 prósent skotanna sem að hann fékk á sig í deildarkeppninni þar sem að hann datt aðeins niður eftir EM-ævintýrið. Ágúst hefur verið frábær í undanúrslitaeinvígi FH á móti Selfossi en úrslitin í því ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Glugginn á Íslandsmeistaratitil hjá þessu frábæra FH-liði virðist svo sannarlega vera að lokast því Ágúst Elí er fjórði leikmaðurinn sem FH mun missa eftir tímabilið.Óðinn Þór Ríkharðsson fer til GOG.Vísir/AntonÞrír að fara Fyrst var það Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður, sem að samdi við danska úrvalsdeildarliðið GOG á Fjóni í desember á síðasta ári og degi síðar samdi undrabarnið Gísli Þorgeir Kristjánsson við þýska stórliðið Kiel. Morgunblaðið greindi svo frá því í síðustu viku að varnartröllið og stórskyttan Ísak Rafnsson væri í viðræðum við austurríska liðið Schwaz Handball Tirol og að góðar líkur væru á því að Ísak myndi yfirgefa FH eftir tímabilið. Leikurinn annað kvöld í Vallaskóla á Selfossi gæti því orðið kveðjuleikur fjögurra leikmanna FH en sigur kemur því í úrslitarimmuna á móti ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun hefst með Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira