Frjókornin láta á sér kræla Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Þótt flestir hlakki til sumarsins eru margir sem þjást yfir þann tíma af völdum frjókornaofnæmis. Vísir/getty Þótt sumarið sé enn handan við hornið eru frjókorn frá túnfíflum og trjám á borð við aspir, birki og víði þegar farin að valda mörgum óþægindum. Grasfrjó eru algengasti ofnæmisvaldurinn hérlendis en búast má við að þau fari af stað á næstu dögum og vikum. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér helst með einkennum og óþægindum í augum, nefi, nefkoki, eyrum og stundum jafnvel með astma. Þessi ofnæmiseinkenni geta minnt á kvef og því eru margir sem telja sig þjást af svokölluðu sumarkvefi en ekki ofnæmi. Þá getur þreyta fylgt þessum einkennum.Best að draga úr einkennum Hægt er að draga verulega úr einkennum frjókornaofnæmis með því að nota réttu lyfin en þau hafa fyrirbyggjandi áhrif. Best er að leita til læknis til að fá réttu lyfin, auk þess sem sum þeirra eru lyfseðilsskyld. Þau lyf sem helst eru notuð eru steranefúði, ofnæmistöflur og ofnæmisaugndropar. Gott er að taka þessi lyf á sama tíma til að fá sem bestu verkun en mismunandi er hvort það henti fólki að taka lyfin kvölds eða morgna. Sumum finnst lyfin valda þreytu en ekki má gleyma að frjókornaofnæmið sjálft getur haft þau áhrif. Mælt er með því að byrja að nota nefúða um tveimur vikum áður en frjókornin fara af stað. Um leið og frekari einkenna verður vart ætti fólk að byrja að taka ofnæmistöflur og -augndropa daglega. Hver og einn þarf að finna út hvaða tími dagsins hentar best til þess. Sumir taka lyfin að morgni en aðrir að kvöldi.Ofnæmi en ekki einbeitingarskortur Fólk á öllum aldri getur fengið frjókornaofnæmi og oft kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ofnæmispróf sker úr um hvort eða hvernig frjókornaofnæmi hrjáir fólk en prófið þarf að gera að hausti til þegar ofnæmisvakar eru ekki lengur í loftinu. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Bandaríkjunum hafa ofnæmislæknar þar í landi bent á að ekki sé óalgengt að frjókornaofnæmi sé vangreint hjá börnum. Þau séu talin eiga við einbeitingarskort og námserfiðleika að etja en í raun séu þau með frjókornaofnæmi sem valdi þeim vanlíðan með þessum afleiðingum. Ofnæmislæknar vestanhafs vilja meina að ef börn eigi erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér geti orsökin verið sú að þau þjáist af höfuðverk vegna bólgu í kinnholum og kláða í augum. Þeir segja að börn geti átt erfitt með að útskýra hvernig þeim líður og þess vegna geti reynst erfitt að finna út hvað hrjáir þau í raun og veru. Því er mælt með að foreldrar fylgist vel með líðan barna sinna og hafi augun opin fyrir því hvort þau eigi betur með að einbeita sér þegar engin frjókorn eru í lofti. Gott að forðast ofnæmisvakann Þeir sem eru með frjókornaofnæmi geta sjálfir gert eitt og annað til að halda einkennum niðri. Ráð er að sofa ekki við opinn glugga, þurrka þvott innandyra, nota stór sólgleraugu og jafnvel hatta eða húfur og skola andlit og hár reglulega með vatni. Þá ættu þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói ekki að slá gras. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
Þótt sumarið sé enn handan við hornið eru frjókorn frá túnfíflum og trjám á borð við aspir, birki og víði þegar farin að valda mörgum óþægindum. Grasfrjó eru algengasti ofnæmisvaldurinn hérlendis en búast má við að þau fari af stað á næstu dögum og vikum. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér helst með einkennum og óþægindum í augum, nefi, nefkoki, eyrum og stundum jafnvel með astma. Þessi ofnæmiseinkenni geta minnt á kvef og því eru margir sem telja sig þjást af svokölluðu sumarkvefi en ekki ofnæmi. Þá getur þreyta fylgt þessum einkennum.Best að draga úr einkennum Hægt er að draga verulega úr einkennum frjókornaofnæmis með því að nota réttu lyfin en þau hafa fyrirbyggjandi áhrif. Best er að leita til læknis til að fá réttu lyfin, auk þess sem sum þeirra eru lyfseðilsskyld. Þau lyf sem helst eru notuð eru steranefúði, ofnæmistöflur og ofnæmisaugndropar. Gott er að taka þessi lyf á sama tíma til að fá sem bestu verkun en mismunandi er hvort það henti fólki að taka lyfin kvölds eða morgna. Sumum finnst lyfin valda þreytu en ekki má gleyma að frjókornaofnæmið sjálft getur haft þau áhrif. Mælt er með því að byrja að nota nefúða um tveimur vikum áður en frjókornin fara af stað. Um leið og frekari einkenna verður vart ætti fólk að byrja að taka ofnæmistöflur og -augndropa daglega. Hver og einn þarf að finna út hvaða tími dagsins hentar best til þess. Sumir taka lyfin að morgni en aðrir að kvöldi.Ofnæmi en ekki einbeitingarskortur Fólk á öllum aldri getur fengið frjókornaofnæmi og oft kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ofnæmispróf sker úr um hvort eða hvernig frjókornaofnæmi hrjáir fólk en prófið þarf að gera að hausti til þegar ofnæmisvakar eru ekki lengur í loftinu. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Bandaríkjunum hafa ofnæmislæknar þar í landi bent á að ekki sé óalgengt að frjókornaofnæmi sé vangreint hjá börnum. Þau séu talin eiga við einbeitingarskort og námserfiðleika að etja en í raun séu þau með frjókornaofnæmi sem valdi þeim vanlíðan með þessum afleiðingum. Ofnæmislæknar vestanhafs vilja meina að ef börn eigi erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér geti orsökin verið sú að þau þjáist af höfuðverk vegna bólgu í kinnholum og kláða í augum. Þeir segja að börn geti átt erfitt með að útskýra hvernig þeim líður og þess vegna geti reynst erfitt að finna út hvað hrjáir þau í raun og veru. Því er mælt með að foreldrar fylgist vel með líðan barna sinna og hafi augun opin fyrir því hvort þau eigi betur með að einbeita sér þegar engin frjókorn eru í lofti. Gott að forðast ofnæmisvakann Þeir sem eru með frjókornaofnæmi geta sjálfir gert eitt og annað til að halda einkennum niðri. Ráð er að sofa ekki við opinn glugga, þurrka þvott innandyra, nota stór sólgleraugu og jafnvel hatta eða húfur og skola andlit og hár reglulega með vatni. Þá ættu þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói ekki að slá gras.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira