Atli fékk svo rautt spjald mínútu síðar. Eftirminnilegar lokamínútur hjá Atla og KR-ingum sem eru með þrjú stig eftir tvo leiki en Stjarnan með aðeins eitt stig.
Ágúst Leó Björnsson skoraði jöfnunarmark fyrir ÍBV á 85. mínútu á móti Fjölni eftir að koma inn á sem varamaður tveimur mínútum áður. Þetta var fyrsta mark hans í efstu deild en mark Fjölnis skoraði Valmir Berisha.
Nýliðar Fylkis unnu svo góðan sigur á KA með mörkum Emils Ásmundssonar og Jonathan Glenn. KA með aðeins eitt stig eftir tvær umferðir og tvo leiki í Egilshöllinni.
Öll mörk gærkvöldsins má sjá hér að neðan.
Stjarnan - KR 2-3