Iqbal var skotinn í miðri heimsókn sinni til borgarinnar Narowal, sem er í kjördæmi hans. Byssumaðurinn er sagður á vef breska ríkisútvarpsins hafa hæft ráðherrann að minnsta kosti einu sinni í handlegginn.
Iqbal var fluttur á sjúkrahús en hann er ekki talinn vera lífshættulega slasaður. Ætti hann því að geta tekið frekari þátt í kosningabaráttunni, en Pakistanar ganga til þingkosninga þann 15. júlí.
Iqbal, sem er einn af framámönnum stjórnarflokksins Nawaz, skrifaði orðsendingu til stuðningsmanna sinna á Twitter eftir árásina. Hana má sjá hér að neðan en þar þakkar hann Allah fyrir miskunnsemina.
Allah Almighty hs been very kind. We request all friends and wellwishers to remember him their special prayers. — at Services Institute Of Medical Sciences https://t.co/2oEcY6uATa
— Ahsan Iqbal (@betterpakistan) May 6, 2018