Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 13:25 Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. Mynd/ÍA/Sigtryggur Ari Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA
MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00