Notuðu her dróna til að trufla lögregluaðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 23:30 Drónar eru til margra hluta nytsamlegir. Vísir/Getty Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma. Tækni Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma.
Tækni Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira