Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 20:28 Hótelið Reykjanesi þangað sem ýmsir koma við á leið sinni vestur á firði til að skola af sér, fá sér að borða eða gista. Ja.is Hótelstjóri í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi sér fram á að þurfa að loka eftir að Orkubú Vestfjarða tilkynnti honum að hann yrði að borga fyrir heitt vatn. Hótelstjórinn segir að reksturinn standi ekki undir kostnaði við að kynda 50 metra sundlaug og fimm þúsund fermetra byggingu. Orkubússtjórinn segir eigendur hótelsins verða að greiða fyrir heitt vatn eins og aðrir notendur. Jón Heiðar Guðjónsson rekur hótelið í Reykjanesi, en fyrirtækið gengur undir nafninu Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf.. Um er að ræða gamla skólahúsið sem hefur verið með heitt vatn frá árinu 1934. Sundlaugin hefur hingað til verið kynt með náttúrulegu rennsli. „Núna vilja þeir fá borgað, þeir setja gjaldtöku á vatnið,“ segir Jón Heiðar í samtali við Vísi um aðgerðir Orkubús Vestfjarða. Um er að ræða hitaveituholu sem var boruð árið 1974 í tengslum við fiskeldi. Jón Heiðar segir aðstandendur hótelsins hafa haldið henni við ásamt Orkubúinu, til að mynda þegar ráðist var í framkvæmdir á henni vegna öryggis fyrir nokkrum árum. Þá hafi hótelið tekið þátt í kostnaðinum.Með kalda laug og hús Jón Heiðar segir að í lok mars, daginn fyrir skírdag, hafi honum borist viðvörun frá Orkubúinu þess efnis að ef hótelið vildi vatn þá yrði að borga fyrir það. „Fyrir svona litla ferðaþjónustu er það ekkert inni í myndinni að kynda fimmtíu fermetra sundlaug auk 5.000 fermetra húsnæði fyrir rekstur sem gæti verið í fimm hundruð fermetrum. Við erum bara með kalda laug og kalt hús,“ segir Jón Heiðar. Hann segir fátt annað blasa við en að loka hótelinu. „Þessi litla ferðaþjónusta þolir enga gjaldtöku til að kynda sundlaug, það er alveg sama hversu lítið það er.“ Jón Heiðar hefur sjálfur verið með ferðaþjónustu í Reykjanesi í átján ár og alltaf verið með heitt vatn þar án endurgjalds. Keypti hann meðal annars húsið á þeirri forsendum að það kostaði ekkert að kynda það.Sundlaugin í Reykjanesi hefur verið vinsæl á meðal ferðalanga í Ísafjarðardjúpi.ja.isSegir Orkubúið hafa sent bréf fyrir ári Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir í samtali við Vísi að Orkubúið hafi sent Ferðaþjónustunni Reykjanesi bréf fyrir einu ári síðan. Þar var tilkynnt að Orkubúið þyrfti að fara í aðgerðir til að bæta öryggi við borholu fyrirtækisins í Reykjanesi. Í leiðinni yrði settur upp mælir fyrir notkun hótelsins og sundlaugarinnar í Reykjanesi. Elías segir Orkubúið hafa viljað komast að því hversu mikið vatn væri verið að nota til að geta haft til hliðsjónar þegar kæmi að því að semja um hóflegt verð. Mælir hafi einnig verið settur upp fyrir annan stóran notanda á svæðinu. „Þannig að við höfum ekki verið að flana að neinu og í raun lagt okkur í líma við að trufla ekki starfsemina hjá Ferðaþjónustunni á ferðamannatímanum. Við hættum við að fara í þessar aðgerðir í fyrra því það var komið svo nálægt ferðamannatímanum. Allt þetta heila ár sem síðan er liðið hafa engin viðbrögð verið frá Ferðaþjónustunni, hvorki bréflega, í tölvupósti né síma,“ segir Elías.Segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku Hann segir að undanfarin ár hafi ekki verið mikill kostnaður við hitaveituna við hótelið í Reykjanesi, en á sínum tíma lagði Orkubúið í talsverðan kostnað við að laga borholuna og nýverið var svo farið í að færa loka fyrir notendur úr borholuskýlinu. „Orkufyrirtæki getur auðvitað ekki gefið orku, kostnaðurinn lendir þá bara á hinum sem borga. Hitt er annað mál að við viljum leggja talsvert á okkur til að ná samkomulagi sem báðir aðilar geta verið sáttir við. Ég er viss um að við munum ná slíku samkomulagi“ Elías segir að nú þegar kostnaður sé kominn upp vegna veitunnar þá sé eðlilegt að Ferðaþjónustan greiði líkt og aðrir sem kaupa orku af Orkubúinu. Verðið verði sanngjarnt og taki mið af þeirri þjónustu sem verið er að veita. „Orkubúið mun tengja hótelið og sundlaugina um leið og ósk kemur þar um frá fyrirtækinu“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neysluvatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. 1. febrúar 2017 07:00 Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. 9. júní 2006 08:45 Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13. júní 2009 19:27 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Sjá meira
Hótelstjóri í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi sér fram á að þurfa að loka eftir að Orkubú Vestfjarða tilkynnti honum að hann yrði að borga fyrir heitt vatn. Hótelstjórinn segir að reksturinn standi ekki undir kostnaði við að kynda 50 metra sundlaug og fimm þúsund fermetra byggingu. Orkubússtjórinn segir eigendur hótelsins verða að greiða fyrir heitt vatn eins og aðrir notendur. Jón Heiðar Guðjónsson rekur hótelið í Reykjanesi, en fyrirtækið gengur undir nafninu Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf.. Um er að ræða gamla skólahúsið sem hefur verið með heitt vatn frá árinu 1934. Sundlaugin hefur hingað til verið kynt með náttúrulegu rennsli. „Núna vilja þeir fá borgað, þeir setja gjaldtöku á vatnið,“ segir Jón Heiðar í samtali við Vísi um aðgerðir Orkubús Vestfjarða. Um er að ræða hitaveituholu sem var boruð árið 1974 í tengslum við fiskeldi. Jón Heiðar segir aðstandendur hótelsins hafa haldið henni við ásamt Orkubúinu, til að mynda þegar ráðist var í framkvæmdir á henni vegna öryggis fyrir nokkrum árum. Þá hafi hótelið tekið þátt í kostnaðinum.Með kalda laug og hús Jón Heiðar segir að í lok mars, daginn fyrir skírdag, hafi honum borist viðvörun frá Orkubúinu þess efnis að ef hótelið vildi vatn þá yrði að borga fyrir það. „Fyrir svona litla ferðaþjónustu er það ekkert inni í myndinni að kynda fimmtíu fermetra sundlaug auk 5.000 fermetra húsnæði fyrir rekstur sem gæti verið í fimm hundruð fermetrum. Við erum bara með kalda laug og kalt hús,“ segir Jón Heiðar. Hann segir fátt annað blasa við en að loka hótelinu. „Þessi litla ferðaþjónusta þolir enga gjaldtöku til að kynda sundlaug, það er alveg sama hversu lítið það er.“ Jón Heiðar hefur sjálfur verið með ferðaþjónustu í Reykjanesi í átján ár og alltaf verið með heitt vatn þar án endurgjalds. Keypti hann meðal annars húsið á þeirri forsendum að það kostaði ekkert að kynda það.Sundlaugin í Reykjanesi hefur verið vinsæl á meðal ferðalanga í Ísafjarðardjúpi.ja.isSegir Orkubúið hafa sent bréf fyrir ári Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir í samtali við Vísi að Orkubúið hafi sent Ferðaþjónustunni Reykjanesi bréf fyrir einu ári síðan. Þar var tilkynnt að Orkubúið þyrfti að fara í aðgerðir til að bæta öryggi við borholu fyrirtækisins í Reykjanesi. Í leiðinni yrði settur upp mælir fyrir notkun hótelsins og sundlaugarinnar í Reykjanesi. Elías segir Orkubúið hafa viljað komast að því hversu mikið vatn væri verið að nota til að geta haft til hliðsjónar þegar kæmi að því að semja um hóflegt verð. Mælir hafi einnig verið settur upp fyrir annan stóran notanda á svæðinu. „Þannig að við höfum ekki verið að flana að neinu og í raun lagt okkur í líma við að trufla ekki starfsemina hjá Ferðaþjónustunni á ferðamannatímanum. Við hættum við að fara í þessar aðgerðir í fyrra því það var komið svo nálægt ferðamannatímanum. Allt þetta heila ár sem síðan er liðið hafa engin viðbrögð verið frá Ferðaþjónustunni, hvorki bréflega, í tölvupósti né síma,“ segir Elías.Segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku Hann segir að undanfarin ár hafi ekki verið mikill kostnaður við hitaveituna við hótelið í Reykjanesi, en á sínum tíma lagði Orkubúið í talsverðan kostnað við að laga borholuna og nýverið var svo farið í að færa loka fyrir notendur úr borholuskýlinu. „Orkufyrirtæki getur auðvitað ekki gefið orku, kostnaðurinn lendir þá bara á hinum sem borga. Hitt er annað mál að við viljum leggja talsvert á okkur til að ná samkomulagi sem báðir aðilar geta verið sáttir við. Ég er viss um að við munum ná slíku samkomulagi“ Elías segir að nú þegar kostnaður sé kominn upp vegna veitunnar þá sé eðlilegt að Ferðaþjónustan greiði líkt og aðrir sem kaupa orku af Orkubúinu. Verðið verði sanngjarnt og taki mið af þeirri þjónustu sem verið er að veita. „Orkubúið mun tengja hótelið og sundlaugina um leið og ósk kemur þar um frá fyrirtækinu“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neysluvatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. 1. febrúar 2017 07:00 Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. 9. júní 2006 08:45 Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13. júní 2009 19:27 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Sjá meira
Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neysluvatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. 1. febrúar 2017 07:00
Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. 9. júní 2006 08:45
Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13. júní 2009 19:27
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent