Ruðningslið lét klappstýrur vinna sem fylgdarkonur Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 08:23 Frá því að Daniel Snyder, eigandi Washington Redskins, tók við liðinu árið 2009 er hann sagður hafa gert klappstýruliðið líkara súludönsurum. Vísir/AFP Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja. MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Klappstýrur bandaríska ruðningsliðsins Washington Redskins lýsa því hvernig stjórnendur liðsins seldu styrktaraðilum og ársmiðaeigendum þess aðgang að myndatökum þar sem þær voru látnar vera fáklæddar. Nokkrar þeirra hafi einnig verið valdar til að vera fylgdarkonur fyrir karlana á næturklúbbi. New York Times segir frá ferð til Kostaríka árið 2013 þar sem Redskins sendi klappstýrur sínar í myndatökur. Þær fóru fram á lokuðum dvalarstað sem var aðeins fyrir fullorðna. Nokkrar þeirra lýsa því að þær hafi þurft að vera berbrjósta jafnvel þó að þær hafi ekki verið naktar á myndunum. Aðrar hafi aðeins verið huldar líkamsmálningu. Klappstýrurnar voru þó ekki einar því liðið bauð auðugum bakhjörlum liðsins og eigendum ársmiða, allt karlmönnum, í myndatökuna. Við lok langs og strangs vinnudags sagði stjórnandi hópsins við níu klappstýrur af 36 þær væru ekki búnar. Nokkrir styrktaraðilanna hefðu valið þær sem fylgdarkonur á næturklúbb. Sumar kvennanna eru sagðar hafa grátið. „Þeir beindu ekki byssu að höfðinu á okkur en það var skylda fyrir okkur að fara. Við vorum ekki beðnar, okkur var skipað. Aðrar stelpur voru miður sín vegna þess að við vissum nákvæmlega hvað hún var að gera,“ segir ein klappstýranna. Þær segja að kynlíf hafi ekki átt sér stað en þær hafi upplifað það að liðið væri að „gera þær út“ kynferðislega. Klappstýrurnar fengu ekki greitt sérstaklega fyrir ferðina að öðru leyti en að þær fengu greitt fæði og uppihald. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim við komuna á dvalarstaðinn á Kostaríka. Hafnar frásögn kvennanna Stephanie Jojokian, stjórnandi og danshöfundur klappstýra Redskins, hafnar frásögn kvennanna að miklu leyti. Hún harðneitar því meðal annars að þær hafi verið skyldaðar til að fara á næturklúbb með körlunum. Styrktaraðilarnir hafi ekki valið þær sem fóru. „Ég neyddi alls engan til að fara. Ég er bjarnarmamman og ég passa upp á alla, ekki bara klappstýrurnar. Þetta er stór fjölskylda. Við virðum hvert annað og fag okkar. Þetta er stuðningsríkt umhverfi fyrir þessar konur,“ segir hún við bandaríska blaðið. Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar þess að tvær fyrrverandi klappstýrur úr bandarísku NFL-ruðningsdeildinni höfðuðu mál vegna mismununar. Þær hafa lýst fjandsamlegu vinnuumhverfi og að þær hafi oft verið notaðar sem kynferðislegir hlutir fyrir karlkyns aðdáendur liða utan leikja.
MeToo NFL Bandaríkin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira