Lægðin sendir kalt loft yfir landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:12 Margir þurftu að skafa á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið í dag. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í morgun. VÍSIR/VILHELM Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig. Samgöngur Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira
Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira