Uppselt á námskeið Þorgríms í Toskana Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 08:00 Þorgrímur Andri að setja saman einhverja stórkostlega snilld á pappír sem hann sýnir á Instagram. Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”