Vel útbúnir reiðhjólaþjófar valda ótta í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 16:57 Íbúar í Garðabæ eru reiðir og skelkaðir eftir að reiðhjólaþjófar fóru þar um í nótt, vel útbúnir og stálu reiðhjólum og barnavagni. Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm. Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm.
Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira