Varamaðurinn sem er búinn að taka yfir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2018 10:30 Einar Sverrisson fór á kostum í gærkvöldi þriðja leikinn í röð. mynd/selfoss Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45