Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði. Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. Sirkus var vinsæll skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur á árum áður þar sem fastakúnnar úr úr lista- og menningarlífinu voru áberandi. Staðnum var lokað árið 2007 en tveimur árum síðar var útibú opnað í Færeyjum. Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, er nú flutt á Seyðisfjörð og tók leifar Sirkuss með sér. Hún ætlar að kveikja aftur á gömlu græjunum á næstu mánuðum. „Við erum bara með húsið hérna í gámi og þetta var búið að vera í geymslu í Hafnarfirði í átta ár. Það var eiginlega ekkert annað í stöðunni fyrst ég flutti hingað en að taka þetta bara með sér," segir Sigríður. „Við erum meira að segja með græjurnar. Við erum með soundboxið sem Sigurrós átti. Við erum með gömlu myndirnar sem Sigríður Hrólfs gerði ennþá á veggjunum." Menningarlífið hefur verið í miklum blóma á Seyðisfirði á síðustu árum og telur Sigríður að Sirkus eigi þar vel heima en staðurinn verður við hafnarbakkann. „Reykjavík hefur breyst svo óhemju mikið. Fyrir mér er hún bara eins og hver önnur stórborg. Ég sakna litla 101-þorpsins sem ég bjó og ólst upp í." Hún bendir á að áhugasamir geti jafnvel farið í Sirkus-ferðir með Norrænu frá Seyðisfirði til Færeyja og skoðað báða staðina en stefnt er á opnun fyrir sumarið. „Ég gat aldrei losað mig við hann. Hann var í gám, hvað átti ég að gera við þetta. Maður fór eitthvert og allir spurðu að því sama. Svo samviskan veðrur hrein, þegar ég opna þetta get ég farið að gera eitthvað annað," segir Sigríður létt í bragði.
Norræna Næturlíf Seyðisfjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira