Norræna

Fréttamynd

Tveir teknir með þýfi á leið í Nor­rænu

Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar draga í land með ferðamannaskatt

Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur.

Erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar á­forma 4.500 króna að­gangs­eyri á alla ferða­menn

Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi.

Erlent
Fréttamynd

Vildu ekki sprengja upp risa­vaxið dóp­mál heldur fylgdust þolin­móð með

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

Sætti sig ekki við fimmfalda ofrukkun og hafði betur

Viðskiptavinur ferjuflutningafélagsins Smyril Line hafði betur gegn fyrirtækinu eftir að hann sætti sig ekki við að þurfa að borga fimmtíu þúsund krónur vegna farmbréfs. Smyril Line þarf að endurgreiða manninum fjörutíu þúsund krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp

Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu

Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul.

Innlent
Fréttamynd

Milljón fyrir hvern mánuð í gæslu­varð­haldi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017.

Innlent
Fréttamynd

Tveir COVID smitaðir um borð í Norrænu

Áætlað er að Norræna komi til hafnar í Seyðisfirði á morgun í sinni fyrstu ferð samkvæmt vetraráætlun. Um borð eru 162 farþegar sem munu gangast undir sýnatöku vegna COVID-19 við komuna til Seyðisfjarðar.

Innlent