Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 2-0 │Öruggur sigur Valsmanna Þór Símon Hafþórsson skrifar 1. maí 2018 20:15 Valsmenn tryggðu sér ótrúlegan sigur á KR í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar. Keflavík gerði jafntefli við Stjörnuna á sama tíma. vísir/daníel Valur og Keflavík mættust í bikarnum í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þar sem ríkjandi Íslandsmeistararnir í Val voru taldir töluvert sigurstranglegri fyrirfram. Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og settu fína pressu á Val. Valur hinsvega leisti vel úr þeirri pressu og eftir 15 mínútna leik komust heimamenn yfir. Dion Acoff geysist þá upp hægri kanntinn og kom með ljómandi góða fyrirgjöf á Ólaf Karl Finsen sem skoraði með fallegum skalla. Ólafur Karl Finsen að spila sinn fyrsta leik fyrir Val og fékk vægast sagt óskabyrjun. Það gerðist þó ekki mikið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan í hléi, 1-0, Val í vil. Valur mætti einbeittari til leiks í seinni og er ég nokkuð viss um að Keflavík hafi ekki komist yfir miðju fyrr en á 60. mínútu. Allavega ekki að neinu ráði. Þar á undan, nánar tiltekið á 51. mínútu, skoraði Dion Acoff fallegt mark en hann setti boltann snyrtilega í fjærhornið eftir glæsilega stungusendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Keflavík komst aldrei nálægt Val og að lokum flautaði Helgi Mikael, dómari leiksins, til leiksloka og öruggur 2-0 sigur Vals staðreynd.Ólafur Jóhannesson: Þetta var alls ekki auðvelt „Við vorum vissulega með ágætis yfirhönd í þessum leik en þetta var alls ekki auðvelt,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur liðsins á Keflavík í kvöld. Leikurinn var ágætlega jafn í fyrri þrátt fyrir að Keflavík hafi aldrei náð að alvöru að ógna Val. Keflavík sá svo varla boltann í þeim seinni. „Það var hálf rólegt yfir okkur í fyrri hálfleik en við hækkuðum aðeins hraðan í seinni og vorum betri þá,“ sagði Ólafur og sagði gott að sjá Ólaf Karl Finsen skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik. „Hann gerði gott mark og er búinn að æfa vel. Hann er frábær fótboltamaður.“ Hann segist vera vel stefndur fyrir leikinn gegn Víking sem fram fer næsta mánudag. „Þetta fer ágætlega af stað hjá okkur og við mætum tilbúnir í Víkina.“Ólafur Karl Finsen: Valur betra lið en ég gerði mér grein fyrir „Ánægður með sigurinn. Spilamennskan var kannski ekkert spes með fullri virðingu fyrir Keflavík. Þeir spiluðu góða vörn og voru þéttir. Við getum hinsvegar klárlega spilað betur,“ sagði Ólafur Karl Finsen eftir sigur Vals gegn Keflavík núna í kvöld. Hann segir það hafa verið erfitt að koma sér í gang í vetur og kennir þá meiðslum að stórum hluta um. „Það er hrikalega erfitt. Það er búið að vera erfiðara en ég bjóst við að koma mér í stand. Hnéið mitt er búið að vera í smá veseni síðan í febrúar. Er ekki að reyna að vera eitthvað dramatískur samt,“ sagði Ólafur og viðurkennir að það verði erfitt að koma sér í byrjunarlið Vals en hann sat allar 90 mínúturnar á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins í sumar. „Það eru frábærir leikmenn hérna og frábærir þjálfarar sem geta leiðbeint mér og nú þarf ég bara að leggja á mig til að komast á sama stig og samherjar mínir. Þeir eru í raun miklu betri en ég gerði mér grein fyrir áður en ég kom.“ Hann grínaðist svo eilítið að lokum. „Ég er alls ekkert pirraður að vera eitthvað á bekknum. Ég er eiginlega bara ánægður að komast yfir höfuð á bekkinn,“ sagði Ólafur en það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar í sumar.Guðlaugur Baldursson: Valur einokaði boltann „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel. Vorum sterkari liðið fyrstu 10 mínúturnar en svo skorar Valur gott mark og þá misstum við eilítið jafnvægið,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík eftir 2-0 tap liðsins í kvöld. „Í seinni hálfleik vorum við á réttum stöðum og vorum viljugir en það tekur mikla orku að vera svona mikið án boltans. Þeir einokuðu boltann í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en Valur var vægast sagt með undirtökinn í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekkert líklegir í 2-0 stöðunni núna. Kannski máttum við fara fyrr framan á völlinn og setja meiri pressu á þá.“ Hann segir að nú fari allt í að eiga gott sumar í Pepsi deildinni þar sem Keflavík eru nýliðar. „Nú fer okkar orka í deildina. Við getum tekið marga hluti úr þessum leik með okkur í næsta. Ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að það yrði erfitt að mæta Valsmönnum hérna strax í 32-liða úrslitunum.“ Íslenski boltinn
Valur og Keflavík mættust í bikarnum í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þar sem ríkjandi Íslandsmeistararnir í Val voru taldir töluvert sigurstranglegri fyrirfram. Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og settu fína pressu á Val. Valur hinsvega leisti vel úr þeirri pressu og eftir 15 mínútna leik komust heimamenn yfir. Dion Acoff geysist þá upp hægri kanntinn og kom með ljómandi góða fyrirgjöf á Ólaf Karl Finsen sem skoraði með fallegum skalla. Ólafur Karl Finsen að spila sinn fyrsta leik fyrir Val og fékk vægast sagt óskabyrjun. Það gerðist þó ekki mikið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan í hléi, 1-0, Val í vil. Valur mætti einbeittari til leiks í seinni og er ég nokkuð viss um að Keflavík hafi ekki komist yfir miðju fyrr en á 60. mínútu. Allavega ekki að neinu ráði. Þar á undan, nánar tiltekið á 51. mínútu, skoraði Dion Acoff fallegt mark en hann setti boltann snyrtilega í fjærhornið eftir glæsilega stungusendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Keflavík komst aldrei nálægt Val og að lokum flautaði Helgi Mikael, dómari leiksins, til leiksloka og öruggur 2-0 sigur Vals staðreynd.Ólafur Jóhannesson: Þetta var alls ekki auðvelt „Við vorum vissulega með ágætis yfirhönd í þessum leik en þetta var alls ekki auðvelt,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur liðsins á Keflavík í kvöld. Leikurinn var ágætlega jafn í fyrri þrátt fyrir að Keflavík hafi aldrei náð að alvöru að ógna Val. Keflavík sá svo varla boltann í þeim seinni. „Það var hálf rólegt yfir okkur í fyrri hálfleik en við hækkuðum aðeins hraðan í seinni og vorum betri þá,“ sagði Ólafur og sagði gott að sjá Ólaf Karl Finsen skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik. „Hann gerði gott mark og er búinn að æfa vel. Hann er frábær fótboltamaður.“ Hann segist vera vel stefndur fyrir leikinn gegn Víking sem fram fer næsta mánudag. „Þetta fer ágætlega af stað hjá okkur og við mætum tilbúnir í Víkina.“Ólafur Karl Finsen: Valur betra lið en ég gerði mér grein fyrir „Ánægður með sigurinn. Spilamennskan var kannski ekkert spes með fullri virðingu fyrir Keflavík. Þeir spiluðu góða vörn og voru þéttir. Við getum hinsvegar klárlega spilað betur,“ sagði Ólafur Karl Finsen eftir sigur Vals gegn Keflavík núna í kvöld. Hann segir það hafa verið erfitt að koma sér í gang í vetur og kennir þá meiðslum að stórum hluta um. „Það er hrikalega erfitt. Það er búið að vera erfiðara en ég bjóst við að koma mér í stand. Hnéið mitt er búið að vera í smá veseni síðan í febrúar. Er ekki að reyna að vera eitthvað dramatískur samt,“ sagði Ólafur og viðurkennir að það verði erfitt að koma sér í byrjunarlið Vals en hann sat allar 90 mínúturnar á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins í sumar. „Það eru frábærir leikmenn hérna og frábærir þjálfarar sem geta leiðbeint mér og nú þarf ég bara að leggja á mig til að komast á sama stig og samherjar mínir. Þeir eru í raun miklu betri en ég gerði mér grein fyrir áður en ég kom.“ Hann grínaðist svo eilítið að lokum. „Ég er alls ekkert pirraður að vera eitthvað á bekknum. Ég er eiginlega bara ánægður að komast yfir höfuð á bekkinn,“ sagði Ólafur en það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar í sumar.Guðlaugur Baldursson: Valur einokaði boltann „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel. Vorum sterkari liðið fyrstu 10 mínúturnar en svo skorar Valur gott mark og þá misstum við eilítið jafnvægið,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík eftir 2-0 tap liðsins í kvöld. „Í seinni hálfleik vorum við á réttum stöðum og vorum viljugir en það tekur mikla orku að vera svona mikið án boltans. Þeir einokuðu boltann í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en Valur var vægast sagt með undirtökinn í seinni hálfleik. „Mér fannst við ekkert líklegir í 2-0 stöðunni núna. Kannski máttum við fara fyrr framan á völlinn og setja meiri pressu á þá.“ Hann segir að nú fari allt í að eiga gott sumar í Pepsi deildinni þar sem Keflavík eru nýliðar. „Nú fer okkar orka í deildina. Við getum tekið marga hluti úr þessum leik með okkur í næsta. Ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að það yrði erfitt að mæta Valsmönnum hérna strax í 32-liða úrslitunum.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti