Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 06:00 Samband Írana og Ísraela hefur ekki verið gott undanfarna áratugi. Forseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hélt mikla þrumuræðu í gær um kjarnorkuáætlun Írana, sem hann segir í fullum gangi þrátt fyrir samkomulag um annað. VÍSIR/AFP Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00