Rebic hetjan sem tryggði Frankfurt bikarinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 20:05 Rebic skoraði tvö af þremur mörkum Frankfurt í kvöld Vísir/Getty Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir. Ante Rebic kom Frankfurt yfir á 11. mínútu leiksins eftir framúrskarandi stungusendingu Kevin-Prince Boateng inn í hlaupið hjá Rebic sem kom honum einum gegn Sven Ulreich í markinu og Króatinn kláraði vel í marknetið. Frankfurt leiddi þegar liðin gengu til búningsherbergja en Pólverjinn Robert Lewandowski jafnaði fyrir Bayern stuttu eftir að seinni hálfleikur hófst. Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn þegar Rebic kom Frankfurt aftur yfir með frábæru marki. Danny da Costa átti stórbrotna sendingu sem hann gæti líklegast ekki leikið eftir þótt hann fengi til þess tíu tilraunir. Boltinn fór yfir nærri allan völlinn og lenti á milli miðvarðanna tveggja. Rebic tók sprett sem Usain Bolt yrði stoltur af og var á undan varnarmönnunum í boltann og vippaði boltanum yfir Ulreich í markinu. Glæsimark og Frankfurt komið með sjö fingur á bikarinn. Allir tíu fingurnir gátu svo fundið fyrir bikarnum þegar Mijat Gacinovic skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Bayern fékk hornspyrnu og allir leikmenn liðsins, markmaðurin með talinn, höfðu safnast fyrir í teignum. Boltinn barst til Gacinovic sem tók á sprett og í stað þess að taka áhættuna á því að hitta ekki markið, þó það væri tómt, hljóp hann upp allan völlinn og vann kapphlaupið við varnarmenn Bayern og skilaði boltanum í autt netið og tryggði Frankfurt fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þýski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir. Ante Rebic kom Frankfurt yfir á 11. mínútu leiksins eftir framúrskarandi stungusendingu Kevin-Prince Boateng inn í hlaupið hjá Rebic sem kom honum einum gegn Sven Ulreich í markinu og Króatinn kláraði vel í marknetið. Frankfurt leiddi þegar liðin gengu til búningsherbergja en Pólverjinn Robert Lewandowski jafnaði fyrir Bayern stuttu eftir að seinni hálfleikur hófst. Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn þegar Rebic kom Frankfurt aftur yfir með frábæru marki. Danny da Costa átti stórbrotna sendingu sem hann gæti líklegast ekki leikið eftir þótt hann fengi til þess tíu tilraunir. Boltinn fór yfir nærri allan völlinn og lenti á milli miðvarðanna tveggja. Rebic tók sprett sem Usain Bolt yrði stoltur af og var á undan varnarmönnunum í boltann og vippaði boltanum yfir Ulreich í markinu. Glæsimark og Frankfurt komið með sjö fingur á bikarinn. Allir tíu fingurnir gátu svo fundið fyrir bikarnum þegar Mijat Gacinovic skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Bayern fékk hornspyrnu og allir leikmenn liðsins, markmaðurin með talinn, höfðu safnast fyrir í teignum. Boltinn barst til Gacinovic sem tók á sprett og í stað þess að taka áhættuna á því að hitta ekki markið, þó það væri tómt, hljóp hann upp allan völlinn og vann kapphlaupið við varnarmenn Bayern og skilaði boltanum í autt netið og tryggði Frankfurt fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.
Þýski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira