Páll VI. páfi og erkibiskupinn Oscar Romero frá El Salvador eru meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu í Vatíkaninu þann 14. Október næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt Reuters
Þrátt fyrir gleðifréttirnar eru fjöldi salvadorskra kaþólikka svekktir, þar sem vonast var eftir því að athöfn Romero myndi fara fram í heimalandi hans El Salvador. Romero verður þó fyrsti Salvadorinn sem gerður er dýrlingur. Romero sem var þekktur fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum var myrtur 1980 í heimalandinu.
Páll VI. sem hét réttu nafni Giovanni Montini var páfi á árunum 1963 til 1978 og verður þriðji páfinn sem Frans páfi tekur í dýrlingatölu síðan hann tók við árið 2013.
Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu

Tengdar fréttir

Páfi samþykkir að salvadorskur biskup verði tekinn í dýrlingatölu
Oscar Romero var myrtur af hægrisinnuðum dauðasveitum við upphaf borgarastríðsins í El Salvador árið 1980.