Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann við bar í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna gruns um líkamsárás. Maðurinn gisti fangageymslu en meiðsli í kjölfar árásarinnar eru ekki kunn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá voru fjórir menn handteknir vegna ölvunarástands í gærkvöldi og nótt. Auk þess voru fimm ökumenn handteknir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.
Handtekinn grunaður um líkamsárás
Kristín Ólafsdóttir skrifar
