Tíu mánaða fangelsi en sýknaður af tilraun til manndráps í Holtunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 13:48 Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 3. desember þar til á þriðjudagn ef frá er talið 5.-8. desember. Vísir/Sigurjón 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi. Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42