Tíu mánaða fangelsi en sýknaður af tilraun til manndráps í Holtunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 13:48 Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 3. desember þar til á þriðjudagn ef frá er talið 5.-8. desember. Vísir/Sigurjón 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi. Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42