Lífið

Þegar hetja ÍBV tók þátt í Ísland Got Talent: „Flottur strákur en ekki alveg tíu milljóna króna virði“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Agnar fór á kostum í áheyrnarprufunni árið 2014. Hann komst því miður ekki áfram.
Agnar fór á kostum í áheyrnarprufunni árið 2014. Hann komst því miður ekki áfram.
Agnar Smári Jónsson, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla, fór á kostum í viðureign ÍBV og FH um Íslandsmeistaratitilinn í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Agnar mætti í viðtal eftir leikinn og var þar vægast sagt einlægur og hefur viðtalið vakið mikla athygli.

Agnar Smári sagðist hafa tekið sig í gegn eftir síðasta tímabil, þegar hann vaknaði heima hjá sér - þunnur eftir fyllerí.

„Þetta gerist í júní. Ég hugsaði með mér að við unnum ekki neitt, hvað er ég að gera hérna? Ég er 105 kíló og þunnur. Ég floppaði í atvinnumennskunni, kom heim og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég pantaði mér ferð til Tælands og var í mánuð,“ sagði hann.

„Ég ákvað að hætta að drekka, eða alla vega taka mér pásu,“ sagði Agnar Smári sem æfði þrisvar á dag í miklum hita með einkaþjálfara. Hann sleppti allri drykkju og missti tíu kíló. „Ég kom heim og upplifði skemmtilegustu þjóðhátíð mína hingað til, edrú.“

Agnar ekki ekki bara frábær handboltamaður heldur reyndi hann fyrir sér í skemmtiþættinum Ísland Got Talent árið 2014. Áheyrnaprufa hans var nokkuð frumleg og kannski svolítið öðruvísi en hér að neðan má rifja upp hvernig kappinn stóð sig, en þarna er hann enginn 105 kíló.

Jón Jónsson var í dómnefnd á þessum tíma og lét þessi orð falla eftir prufuna: „Flottur strákur en ekki alveg tíu milljóna króna virði“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×