BYKO áfrýjar til Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 19:24 Samkeppniseftirlitið hafði sektað Byko um 650 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hafði lækkað sektina í 65 milljónir króna en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði hana í dag í 400 milljónir króna. Vísir BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BYKO. Í gær var greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. Í tilkynningu BYKO, sem send var út á áttunda tímanum í kvöld og undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar. Aðdraganda málsins má rekja til maímánaðar árið 2015 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.Tilkynning BYKO í heild sinni:Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. Kópavogi 17. maí 2018Sigurður B. Pálssonforstjóri BYKO Tengdar fréttir Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00 BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16 Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BYKO. Í gær var greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. Í tilkynningu BYKO, sem send var út á áttunda tímanum í kvöld og undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar. Aðdraganda málsins má rekja til maímánaðar árið 2015 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.Tilkynning BYKO í heild sinni:Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. Kópavogi 17. maí 2018Sigurður B. Pálssonforstjóri BYKO
Tengdar fréttir Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00 BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16 Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00
BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16
Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00