Hannes og Halla gengu í það heilaga í Háteigskirkju síðasta sumar en þau hafa verið par frá því árið 2008.
Saman eiga þau tvö börn en Hannes Þór Halldórsson er landsliðsmarkvörður íslenska landsliðsins og leikur knattspyrnu með Randers í Danmörku þar sem fjölskyldan býr. Hannes mun standa í marki íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar.
Húsið var byggt árið 1963 og er fasteignamat eignarinnar um fjörutíu milljónir. Frábært útsýni er af þriðju hæðinni í Stórugerðinni en íbúðin er mikið endurnýjuð eins og sjá má hér að neðan. Ásett verð er 46,9 milljónir.





