Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 15:00 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi. Kjörskráin verður lögð fram í dag, lögum samkvæmt, en hægt er að gera breytingar á henni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Spurð út í hvernig skoðun Þjóðskrár á málinu hafi verið háttað segir Ástríður að sú heimild sem stofnunin hefur til að kalla til lögreglu hafi verið notuð í þessu tilviki, en greint hefur verið frá því að lögreglan á Hólmavík hafi bankað upp á í nokkrum húsum í Árneshreppi til að sanna lögmæti lögheimilisflutninganna. Þá segir Ástríður að þegar svona skoðun fari í gang sé kallað eftir upplýsingum frá viðkomandi einstaklingum og í einhverjum tilvikum er líka kallað eftir upplýsingum frá eigendum fasteigna. Í raun sé um að ræða almenna gagnaöflun og er viðkomandi einstaklingur hvattur til að leggja fram þau gögn sem hann telur að geti komið að gagni.Umdeild Hvalárvirkjun nefnd sem möguleg ástæða lögheimilisskráninganna Þjóðskrá hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Íbúum þar hefur fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna og er fjölgunin umdeild þar sem grunur leikur á að um málamyndaskráningar sé að ræða vegna sveitarstjórnarkosninganna. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og er til dæmis sveitarstjórnin í hreppnum klofin í afstöðu sinni til virkjunar. Þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki. Þarf að leggja kjörskrána fram tíu dögum fyrir kjördag Kjörskráin í Árneshreppi verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Það mun því ekki liggja fyrir fyrir þann tíma hvort að lögheimilisskráningarnar sem málið snýst um standi eða verði látnar niður falla. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna má gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Sveitarstjórnin tekur athugasemdir við kjörskrá til meðferðar komi þær fram og gerir þá leiðréttingu á skránni ef þurfa þykir, en tilgangurinn með því að leggja kjörskrár fram eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag er einmitt sá að gefa almenningi og öðrum kost á að gera athugasemdir. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi. Kjörskráin verður lögð fram í dag, lögum samkvæmt, en hægt er að gera breytingar á henni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Spurð út í hvernig skoðun Þjóðskrár á málinu hafi verið háttað segir Ástríður að sú heimild sem stofnunin hefur til að kalla til lögreglu hafi verið notuð í þessu tilviki, en greint hefur verið frá því að lögreglan á Hólmavík hafi bankað upp á í nokkrum húsum í Árneshreppi til að sanna lögmæti lögheimilisflutninganna. Þá segir Ástríður að þegar svona skoðun fari í gang sé kallað eftir upplýsingum frá viðkomandi einstaklingum og í einhverjum tilvikum er líka kallað eftir upplýsingum frá eigendum fasteigna. Í raun sé um að ræða almenna gagnaöflun og er viðkomandi einstaklingur hvattur til að leggja fram þau gögn sem hann telur að geti komið að gagni.Umdeild Hvalárvirkjun nefnd sem möguleg ástæða lögheimilisskráninganna Þjóðskrá hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Íbúum þar hefur fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna og er fjölgunin umdeild þar sem grunur leikur á að um málamyndaskráningar sé að ræða vegna sveitarstjórnarkosninganna. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og er til dæmis sveitarstjórnin í hreppnum klofin í afstöðu sinni til virkjunar. Þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki. Þarf að leggja kjörskrána fram tíu dögum fyrir kjördag Kjörskráin í Árneshreppi verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Það mun því ekki liggja fyrir fyrir þann tíma hvort að lögheimilisskráningarnar sem málið snýst um standi eða verði látnar niður falla. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna má gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Sveitarstjórnin tekur athugasemdir við kjörskrá til meðferðar komi þær fram og gerir þá leiðréttingu á skránni ef þurfa þykir, en tilgangurinn með því að leggja kjörskrár fram eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag er einmitt sá að gefa almenningi og öðrum kost á að gera athugasemdir. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45