Skortur á hjúkrunarfræðingum skapar plássleysi á Landspítalanum Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Hér má sjá mynd frá bráðamóttöku Landspítalans í dag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira